Urður Bartels // ræða á útifundi 2023

Hæ, Ég heiti Urður Bartels og nota fornafnið þau.  

Það er svo gríðarlega mikilvægt að við unga fólkið tökum þátt í þessari baráttu, því við erum framtíðin. Við erum næsta kynslóðin sem fer inn á vinnumarkaðinn, og þar með mun kjaramisréttið bitna á okkur næst. 

Það eru nú liðin 48 ár frá fyrsta kvennafrídeginum og enn verða konur og kvár fyrir kerfisbundnu launamisrétti og kynbundnu ofbeldi sem verður að útrýma. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir aðgerðum, við viljum breytingar og það strax.

Við ætlum ekki að bíða lengur eftir aðgerðum, við viljum breytingar og það strax.

Kynbundið og kynferðis ofbeldi er eins og faraldur sem er aðeins að aukast og aukast, og meðalaldur þolenda er að verða yngri og yngri. Rannsóknir sýna að á Íslandi hafi 15% af stúlkum í 10. bekk í grunnskóla verið nauðgað af jafnaldra sínum. Heil 15%! Kallarðu þetta réttlæti?

Eins sorglegt og það er, er staðreyndin sú að kynferðisbrot eru oftast framin af einhverjum sem við þekkjum og treystum. Þetta gerir málið oft svo miklu flóknara fyrir þolendur að segja frá og leita aðstoðar.  

Það er svo gríðarlega oft talað um að þolendur séu að eyðileggja orðspor geranda þegar þau segja frá. En þolendur eyðileggja aldrei orðspor geranda þegar þau segja frá, heldur var það gerandinn sem eyðilagði fyrir sjálfum sér þegar brotið var framið. Gerendameðvirkni er alltof algeng og svo gríðarlega eitruð, gerendurnir eru ekki fornalömbin, þolendurnir eru það. Kynferðislegt ofbeldi  er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. 

An audience of women and non-binary people with signs. A person with long red hair, sunglasses and a pink hat, in a white shirt, holds a pink sign lettered with black letters, that says "stop violence, fuck injustice".
Heiðrún Fivelstad

Réttarkerfið á Íslandi er meingallað, hvernig kerfið tekur á kynferðisbrotamálum er til skammar. Það er algjörlega óásættanlegt að kæra taki oft mörg ár að fara í gegn og oftar en ekki er málið svo fellt niður. Réttarkerfið er ekki að taka á slíkum málum að alvöru, sem endurspeglar þann ósanngjarna raunveruleika sem konur og kvár lifa í. Oft nýta gerendur sér þetta brotna kerfi og kæra þolendur fyrir meiðyrði, og heldur því ofbeldið og þögguninn áfram. Ákæruferlið er því oft annað áfall fyrir þolendur, kallarðu þetta jafnrétti? 

Kynsegin fólk og konur eiga það sameiginlegt að vera jaðarsett af feðraveldinu, framlag þeirra er vanmetið og þau verða fyrir kynferðisofbeldi í mun meira mæli en karlar. Auk þess virðast kynsegin einstaklingar oft vera ósýnileg innan samfélagsins, t.d. hjá Hagstofu Íslands sem gerir bara ráð fyrir konum og körlum. Við sem erum kynsegin, kvár, stálp og aðrir, upplifum oft útskúfun úr samfélaginu og afneitun á okkar tilveru.  

Hvort sem við erum konur, kvár eða stálp krefjumst við jafnréttis á öllum sviðum. Við erum hér saman komin til að mótmæla feðraveldinu! Við erum öll í sama báti og með sameiginlegu átaki getum við gert samfélagið réttlátara og sanngjarnara fyrir alla. 

  

Heiðrún Fivelstad