Kvennafrí 1975. Mynd: Ari Kárason / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Barátta í 48 ár

Þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi. 

Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og baráttu fyrir jöfnum kjörum höfum við ekki enn náð jafnrétti á Íslandi. Konur lögðu í fyrsta skipti niður störf 24. október 1975 og svo aftur 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018, auk þess að blásið var til netherferðar árið 2020 þegar ekki var hægt að koma saman vegna heimsfaraldar. Skipulagning sjöundu mótmælanna stendur nú yfir.  

Aðstandendur

Að Kvennaverkfallinu standa fjölmörg félög kvenna, hinsegin fólks og launafólks. Lista yfir aðstandendur Kvennaverkfallsins 2023 er að finna undir Aðstandendur.

 • 1975

  Fyrsta Kvennafríið

  90% kvenna leggja niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna

 • 1985

  Konur stöndum saman

  Konur koma saman á Lækjartorgi við endalok áratugs kvenna

  1985

 • 2005

  Konur höfum hátt

  Konur leggja niður vinnu kl. 14:08 til að mótmæla kynbundnum launamun

 • 2010

  Gengið út gegn kynferðisofbeldi

  Konur leggja niður störf í fjórða sinn, í þetta skiptið kl. 14:25. Sjónum fundarins beint að kynferðisofbeldi.

  2010

 • 2016

  Kjarajafnrétti strax

  Konur ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:38 og berjast fyrir kjarajafnrétti á 20 stöðum á landinu.

 • 2018

  Breytum ekki konum, breytum samfélagin

  Konur ganga út kl. 14:55 í kjölfar #metoo byltingarinnar.

  2018

 • 2023

  Kallarðu þetta jafnrétti?

  Þann 24. október 2023 munu konur og kvár leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á vinnuframlagi kvenna og kynbundnu ofbeldi