Myndband af fundinum á Arnarhóli 2018

Morgunblaðið var á kvennafrísfundinum á Arnarhóli 24. október 2018. Þeir tóku upp fundinn og hægt er að sjá myndband af honum á vefsíðu mbl.is: Upptaka af fundinum á Arnarhóli.

Ræða Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli 24. október 2018

Ræða Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli 24. október 2018 Það er svo auðvelt og óhjákvæmilegt að vera reið og fordæma – ekki síst á Facebook – þegar Donald Trump, Weinstein eða aðrir ámóta eiga í hlut. Það sem gerir það enn auðveldara er að þeir sitja ekki með okkur í mötuneytinu í hádeginu og eru …

Ræða Sólveigar Önnu Jónsdóttur á Arnarhóli 24. október 2018

Ræða Sólveigar Önnu Jónsdóttur á Arnarhóli 24. október 2018 Kæru systur í baráttunni, ég gleðst innilega yfir því að fá að vera hér með ykkur í dag. Ég gleðst innilega yfir því að þið hafið með því að leggja niður störf, með því að neita að veita aðgang að vinnuaflinu ykkar í stutta stund, sýnt …

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, 24. október 2018

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur á Arnarhóli, 24. október 2018 Ágæta samkoma. Í dag blásum við til baráttu. Og segjum hátt og skýrt, Áfram stelpur, því það er bakslag í jafnréttisbaráttunni. Þetta sýna niðurstöður ALþjóðaefnahagsráðsins fyrir árið 2017 og bakslagið mælist ekki síst á vinnumarkaðnum Og þó Ísland tróni í efsta sæti á þessum lista, níunda árið …

Ræður á Arnarhóli

Áslaug Thelma Einarsdóttir baráttukona, Claudie Wilson lögfræðingur, Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ávörpuðu fundinn á Arnarhóli 24. október 2018. Hægt er að lesa ræður þeirra allra hér á vefnum. Ræða Áslaugar Thelmu Einarsdóttur Ræða Claudie Wilson Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur Ræða Sólveigar Önnu Jónsdóttur

Arnarhóll

Lokaskýrsla Kvennafrís 2018 Sönglög Texti Áfram stelpur Texti Dómar heimsins Aðgengi á Arnarhóli Rampi fyrir hjólastóla er staðsettur fyrir framan svið á Arnarhóli, þá er aðstaða fyrir rútur og bíla hreyfihamlaða, sem og aðrar rútur, til að hleypa farþegum út á plani fyrir framan Hörpu. Bílastæði á móti Skúlagötu 4 er frátekið fyrir bíla hreyfihamlaðra. …

Dómar heimsins

Dómar heimsins Dómar heimsins dóttir góð munu reynast margvíslegir. Glímdu sjálf við sannleikann hvað sem hver segir. Gakktu einatt eigin slóð hálir eru hversmannsvegir. Skeyttu ekki um boð né bann hvað sem hver segir. Inn í brjóst þitt ein og hljóð rýndu fast ef röddin þegir. Treystu á þinn innri mann Hvað sem hver segir. …