Samstöðufundur á Sólveigartorgi á Seyðisfirði

Skólafólk á Seyðisfirði ætlar að hittast á Sólveigartorgi klukkan 15 mánudaginn 24. október, á Kvennafrídaginn, til að taka afstöðu með kjarajafnrétti. Seyðfirðingum er boðið að fjölmenna líka. Fundurinn er fyrst og fremst táknrænn gjörningur án ræðuhalda og eru konur og karlar hvött til að mæta.

Til gamans má hér lesa um vígsluna á Sólveigartorgi, sem var þann 19. júní 2015, í tilefni af 100 ára kosningaafmælis kvenna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *