Konur ganga fylktu liði í Sauðárkróki á kvennafrídegi
Í tilefni Kvennafrídagsins nk. mánudag, 24. október, ætla kvenkyns nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Norðurland vestra á Sauðárkróki að leggja niður vinnu klukkan 14:38 og hvetja aðrar konur til að gera hið sama. Áætlað er að safnast saman við grjótvörðuna milli bóknáms-, og verknámshúsa skólans og ganga fylktu liði í bæinn.
Að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara FNV verður gengið að Kirkjutorginu og til baka og endað í heimavist skólans þar sem boðið verður upp á kaffi og „meððí. „Ég skora á allar konur að leggja niður vinnu og eiga með okkur góða stund,“ segir Ingileif.