Kvennafrí í Borgarnesi

Við hjá Stéttarfélagi Vesturlands ætlum að taka þátt með því að leggja niður störf og opna húsið okkar fyrir öðrum sem gera slíkt hið sama. Allir velkomnir!

Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9-17.

Baráttufundurinn verður sendur út í gegnum Facebook-síðuna www.facebook.com/kvennafri. Þar er jafnframt að finna nánari upplýsingar.

Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn  árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. Þann dag lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Launamisrétti, vanmat á störfum kvenna, skortur á virðingu og valdaleysi var konum efst í huga. Hjól atvinnulífsins og reyndar þjóðlífsins alls nánast stöðvuðust þennan dag.

Íslenskar konur hafa sannarlega sýnt svo eftir er tekið um allan heim að samstaðan er sterkasta vopnið

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *