Jafnréttisparadísin

Alice Olivia Clarke // ræða á útifundi 2023

Alice talaði á íslensku og ensku. Íslensk þýðing er neðar á síðunni.

Halló og velkomin konur og kvár!

Hvað segiði? Eruð þið öll kominn með kaffi og kleinur?

Þetta er magnað að taka þátt í stærsta saumaklúbb Íslandsins!

I dag ég tók strætó frá Hafnarfirði eins og tengdamóðir mín gerði fyrir 48 árum.

Til að hitta frænkur og vinkonur. Til að standa hlið við hlið með aðra konur.  Konur með skiltum og börn í vögnum. Allir að standa saman sem einn. Að mótmæla og berjast fyrir jafnrétti.

Tengdamamman talaði um rafmagnið sem var í loftinu. Kvennaafl. Þetta kvennaafl var áþreyfanlegt eins og það er í dag.

Hversu skemmtilegt er þetta að þetta er akkúrat svó mörg af þessi börn sem voru Í vögnum , vinkonur mínar í dag.  Og kominn nú aftur á saman stað. Sumt með þeir eigin börn. Eða jafnvel barnabörn!

Why me? Afhverju ég? Þetta var fyrsta spurning. Þessi týpiskt spurning sem mér datt fyrst í hug þegar ég var beðinn að tala fyrir framan ykkur.

Og svo kom….why not me? Afhverju ekki ég? Ég er  dóttir, móðir, amma, tengdadóttir, tengdamóðir. Ég er kanadísk, ég er karabísk, ég er íslensk!

We are breast cancer survivor, we are fighters, we are  lovers, we are  friends,  we are neighbours. 

We are warriors.

Our bodies carry scars  that tell our tales. Where we don’t carry physical scars, we carry mental scars. 

And now, as it was in 1975. We stand together. We stand with women who may not even speak the same language but  we are all here for the same reason.

Being here in Iceland for 30yrs has put me in a very unique position. Yes, there has been change. But with this change have come  new Icelanders on the work market. These new women (and by no means do I mean all) but some women, have become part of a new vulnerable class of women. Women who are definitely at a higher risk of losing their jobs if they decide to participate. Who may not have the same support systems and if they lose those jobs they can lose not only pay, but housing, and even risk deportation. This is a big part of why I am here today. We are taking the risks and using the privilege of being able to be here. For those who cannot. 

So no we are not quite there yet.

We do not have to understand each other with words, it doesn’t matter if the colours of our skin are different, whether we are differently abled,  or  even if we are born into a different body to what was expected of us.

We are all here today. Because we are human and part of this magnificent tribe. To stand in a group of this magnitude I can feel the air around us, energized, bubbling like champagne. Each one of us is a single bubble but together we will pop that cork of  unity.

And we are doing this. For the young women who will be here taking our places in the future.

Knowing that their future fight will be lighter. 

Gangi ykkur vel vinkonur, í dag, og öllum dögum.

Og takk fyrir kaffið!

Íslensk þýðing

Þýddar málsgreinar eru skáletraðar.

Halló og velkomin konur og kvár!

Hvað segiði? Eruð þið öll kominn með kaffi og kleinur?

Þetta er magnað að taka þátt í stærsta saumaklúbb Íslandsins!

I dag ég tók strætó frá Hafnarfirði eins og tengdamóðir mín gerði fyrir 48 árum.

Til að hitta frænkur og vinkonur. Til að standa hlið við hlið með aðra konur. Konur með skilti og börn í vögnum. Allir að standa saman sem einn. Að mótmæla og berjast fyrir jafnrétti.

Tengdamamman talaði um rafmagnið sem var í loftinu. Kvennaafl. Þetta kvennaafl var afþreyfanleg eins og það er í dag.

Hversu skemmtilegt er þetta að þetta er akkúrat svó mörg af þessi börn sem voru Í vögnum , vinkonur mínar í dag.  Og kominn nú aftur á saman stað. Sumt með þeir eigin börn. Eða jafnvel barnabörn!

Afhverju ég? Þetta var fyrsta spurning. Þessi týpiskt spurning sem mér datt fyrst í hug þegar ég var beðinn að tala fyrir framan ykkur.

Og svo kom…. Afhverju ekki ég? Ég er  dóttir, móðir, amma, tengdadóttir, tengdamóðir. Ég er kanadísk, ég er karabísk, ég er íslensk!

Ég er lifði af brjóstakrabbamein. Við erum skörungar. Við erum elskendur. Við erum vinir. Við erum nágrannar. Við erum harðjaxlar!

Líkamar okkar bera örin sem segja sögu okkar. Ef þau eru ekki líkamleg, þá eru þau andleg. Og nú, eins og árið 1975, stöndum við saman. Við stöndum með konum sem tala mögulega ekki sama tungumál, en við erum öll hér af sömu ástæðu. 

Það að hafa verið hér á Íslandi í þrjátíu ár hefur sett mig í mjög sérstaka stöðu. Já, breytingar hafa átt sér stað, en samhliða þessum breytingum hefur bæst í hóp Íslendinga á vinnumarkaðnum. Þessar nýju konur — alls ekki allar þeirra — en sumar þeirra hafa orðið hluti af nýrri, viðkvæmri stétt kvenna. Kvenna sem eru frekar í áhættu af því að missa vinnuna sína ef þau taka þátt hér í dag. Margar þeirra hafa ekki sama stuðningskerfið og aðrar konur, og ef þær missa vinnuna missa þær ekki einungis laun, heldur mögulega húsaskjól og jafnvel landvistarleyfið. Þetta er stór ástæða fyrir því að ég stend hér í dag. Við tökum áhættu og notum forréttindi okkar til að vera hér í dag. Fyrir þau sem geta það ekki.

Þannig að nei, við erum ekki komin á leiðarenda.

Við erum hér í dag. Af því við erum mennsk og hluti af þessum manganaða ættbálki. Þegar staðið er í svona stórkostlegum félagsskap, er hægt að finna það á loftinu, hvað það er rafmagnað, kraumandi eins og kampavín. Hvert og eitt okkar er stök loftbóla, en saman drögum við tappann úr þessari flösku samstöðu!

Og við gerum þetta, fyrir unga fólkið sem kemur í okkar stað í framtíðinni. 

Vitandi að baráttan þeirra verður auðveldari.

Gangi ykkur vel vinkonur, í dag, og öllum dögum.

Og takk fyrir kaffið!

Guðbjörg Pálsdóttir // ræða á útifundi 2023

Kæru konur og kvár, 

Það hefur verið magnað að finna kraftinn um landið allt í aðdraganda dagsins, og enn ótrúlegra að fá að standa hér með ykkur – og finna þennan mikla stuðning.

Við þorum, viljum og getum!

Við erum hér til að krefjast aðgerða. 

Aðgerða sem binda enda á hið kynbundna misrétti sem birtist okkur með mismunandi hætti á hverjum einasta degi. 

Við, konur og kvár, búum við meiri mótvind en karlar. Það er staðreynd.

Að minnsta kosti 40% kvenna verður fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi í þessari svokölluðu jafnréttisparadís sem Ísland á að vera í dag. 

Ofbeldi og áreitni eru ekki einangruð samskipti milli gerenda og þolenda heldur sögulegt, kerfisbundið misrétti og valdaójafnvægi sem er okkur hættulegt – og jafnvel lífshættulegt. Það er hættulegt að vera kona – og það er enn hættulegra að vera kona af erlendum uppruna, fötluð eða trans kona.

Sama kerfisbundna valdaójafnvægið veldur líka gífurlegu vanmati á störfum kvenna, hvort sem það er á vinnumarkaði eða heima fyrir. Þetta vanmat hefur bein áhrif á fjárhagslegt öryggi okkar og gerir það að verkum að stórir hópar kvenna búa ekki við fjárhagslegt öryggi, þrátt fyrir að vinna fullt starf.

Þess vegna segjum við saman:

– FOKK FEÐRAVELDIÐ!

Heiðrún Fivelstad


Ég hef lengi tilheyrt stórri kvennastétt. Og það sem einkennir störf okkar, rétt eins og öll önnur kvennastörf, er að þau fela gjarnan í sér persónuleg samskipti, mikla ábyrgð og tilfinningalegt álag þar sem hlaupið er hratt og sköpuð eru óáþreifanleg verðmæti.

Það er engin tilviljun að t.d. umönnunar- og menntastörf séu svona illa launuð, eða að þetta séu störfin sem er erfiðast að fá fólk til að starfa við – sem leiðir til þess að of fá standa vaktina, starfsmannavelta er mikil og álagið sligandi.

En þetta eru m.a. störfin sem halda velferðarsamfélaginu okkar gangandi á hverjum degi – eins og sást svo glöggt í COVID faraldrinum – og núna, þegar ekki allir hafa tækifæri til að taka þátt hér í dag, þar sem við erum ómissandi. Og fyrir ykkur sem eruð á vaktinni: við erum hér í dag fyrir okkur ÖLL.

Vinna kvenna er oft ósýnleg og vanmetin, hvort sem um er að ræða launaða vinnu eða ólaunaða. Við sinnum eldra fólki, börnum, fötluðu fólki og veiku. Svo komum við heim og önnumst börnin, ættingjana og heimilið. Og þegar fyrstu og annarri vaktinni loksins lýkur, þá tekur sú þriðja við. Sem margir karlar viðurkenna ekki einu sinni að sé til!

Ofan á þetta allt saman bætist svo andlegt eða líkamlegt kynbundið ofbeldi eða áreitni.

Kallarðu þetta jafnrétti?

Heiðrún Fivelstad


Mig langar að vitna í eina helstu baráttukonu okkar fyrir réttindum kvenna, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur:

„í þjóðfjelaginu fer margt aflaga sem karlmennirnir hafa hvorki haft vit nje vilja til að skilja eða þótt hentugleikar til að laga. Nýir, breyttir tímar eru upprunnir, sem útheimta nýjan hugsunarhátt, menningu og stjórn“

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Þetta sagði Bríet fyrir 105 árum síðan og á vel við enn þann dag í dag. 105 ár!

Hættum að tala um það sem hefur áunnist síðan þá, tölum í staðinn um það sem eftir stendur og klárum dæmið!

Við erum margar – við erum mörg. Við sættum okkur ekki við að búa í ofbeldissamfélagi sem vanmetur störf kvenna á kerfisbundinn hátt. 

Við krefjumst samfélags sem greiðir laun í samræmi við þau verðmæti sem störfin skapa, sem tryggir konum og kvárum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi, og tryggir fólki jafna möguleika í lífinu. Samfélags þar sem karlmenn sinna annarri og þriðju vaktinni til jafns við okkur, og þar sem gerendur eru látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum. 

En þótt baráttan virðist stundum erfið – og það geti reynst auðveldara fyrir okkur í daglegu amstri að horfa fram hjá misrétti sem við búum við eða sjáum í kringum okkur – þá getum við saman fært fjöll.

Það sáum við á Kvennafrídaginn 1975. Og það sjáum við hér í dag – og það ætlum við að gera!

Áfram stelpur!
Áfram stálp!

***

Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga.

Urður Bartels // ræða á útifundi 2023

Hæ, Ég heiti Urður Bartels og nota fornafnið þau.  

Það er svo gríðarlega mikilvægt að við unga fólkið tökum þátt í þessari baráttu, því við erum framtíðin. Við erum næsta kynslóðin sem fer inn á vinnumarkaðinn, og þar með mun kjaramisréttið bitna á okkur næst. 

Það eru nú liðin 48 ár frá fyrsta kvennafrídeginum og enn verða konur og kvár fyrir kerfisbundnu launamisrétti og kynbundnu ofbeldi sem verður að útrýma. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir aðgerðum, við viljum breytingar og það strax.

Við ætlum ekki að bíða lengur eftir aðgerðum, við viljum breytingar og það strax.

Kynbundið og kynferðis ofbeldi er eins og faraldur sem er aðeins að aukast og aukast, og meðalaldur þolenda er að verða yngri og yngri. Rannsóknir sýna að á Íslandi hafi 15% af stúlkum í 10. bekk í grunnskóla verið nauðgað af jafnaldra sínum. Heil 15%! Kallarðu þetta réttlæti?

Eins sorglegt og það er, er staðreyndin sú að kynferðisbrot eru oftast framin af einhverjum sem við þekkjum og treystum. Þetta gerir málið oft svo miklu flóknara fyrir þolendur að segja frá og leita aðstoðar.  

Það er svo gríðarlega oft talað um að þolendur séu að eyðileggja orðspor geranda þegar þau segja frá. En þolendur eyðileggja aldrei orðspor geranda þegar þau segja frá, heldur var það gerandinn sem eyðilagði fyrir sjálfum sér þegar brotið var framið. Gerendameðvirkni er alltof algeng og svo gríðarlega eitruð, gerendurnir eru ekki fornalömbin, þolendurnir eru það. Kynferðislegt ofbeldi  er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. 

An audience of women and non-binary people with signs. A person with long red hair, sunglasses and a pink hat, in a white shirt, holds a pink sign lettered with black letters, that says "stop violence, fuck injustice".
Heiðrún Fivelstad

Réttarkerfið á Íslandi er meingallað, hvernig kerfið tekur á kynferðisbrotamálum er til skammar. Það er algjörlega óásættanlegt að kæra taki oft mörg ár að fara í gegn og oftar en ekki er málið svo fellt niður. Réttarkerfið er ekki að taka á slíkum málum að alvöru, sem endurspeglar þann ósanngjarna raunveruleika sem konur og kvár lifa í. Oft nýta gerendur sér þetta brotna kerfi og kæra þolendur fyrir meiðyrði, og heldur því ofbeldið og þögguninn áfram. Ákæruferlið er því oft annað áfall fyrir þolendur, kallarðu þetta jafnrétti? 

Kynsegin fólk og konur eiga það sameiginlegt að vera jaðarsett af feðraveldinu, framlag þeirra er vanmetið og þau verða fyrir kynferðisofbeldi í mun meira mæli en karlar. Auk þess virðast kynsegin einstaklingar oft vera ósýnileg innan samfélagsins, t.d. hjá Hagstofu Íslands sem gerir bara ráð fyrir konum og körlum. Við sem erum kynsegin, kvár, stálp og aðrir, upplifum oft útskúfun úr samfélaginu og afneitun á okkar tilveru.  

Hvort sem við erum konur, kvár eða stálp krefjumst við jafnréttis á öllum sviðum. Við erum hér saman komin til að mótmæla feðraveldinu! Við erum öll í sama báti og með sameiginlegu átaki getum við gert samfélagið réttlátara og sanngjarnara fyrir alla. 

  

Heiðrún Fivelstad

Yfirlýsing útifundar við Arnarhól 2023

Kvennaverkfall 24. október 2023

Við krefjumst leiðréttingar á vanmati „svokallaðra“ kvennastarfa!
– Að atvinnurekendur hætti að veita sér afslátt á launum kvenna og kvára!
– Við krefjumst sértækra aðgerða til þess að leiðrétta kjör þeirra kvenna og kvára sem lægstar tekjur hafa, því engin á að þurfa að lifa við fátækt!

Við krefjumst þess að launamisrétti og mismunun verði útrýmt!
– Að konur og kvár geti lifað af launum sínum og fái tækifæri til að þróast í starfi til jafns við karla!
– Að fatlaðar konur og kvár hafi tækifæri til atvinnuþátttöku til að geta bætt kjör sín!
– Að menntun og hæfni kvenna af erlendum uppruna sé metin að verðleikum!
– Að konum og kvárum verði ekki lengur refsað fjárhagslega fyrir þá ólaunuðu umönnunarábyrgð sem þau axla yfir ævina og gjalda fyrir þegar á lífeyrisaldur er komið.
– Að gert verði samfélagslegt átak til að útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum.

Við krefjumst þess að karlar taki ábyrgð á við konur og kvár!
– Taki ábyrgð á ólaunuðum heimilisstörfum og við umönnun fjölskyldumeðlima!
– Taki ábyrgð á ólaunaðri þriðju vaktinni!

Við krefjumst þess að konur og kvár séu ekki í fjárhagslegum fjötrum ofbeldismanna!
– Að konur og kvár fái stuðning við að byggja upp fjárhagslegt sjálfstæði eftir að hafa lifað af kynbundið fjárhagslegt ofbeldi!
– Við krefjumst réttlætis og réttarbóta fyrir þolendur kynferðislegs og kynbundins ofbeldis!
– Að ofbeldismenn sæti ábyrgð og kynfrelsi sé virt!
– Að konur og kvár njóti öryggis og frelsi frá ofbeldi og áreitni í vinnunni, heima og í almannarými!
– Að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt!

VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ STJÓRNMÁLIN GERI KRÖFUR KVENNAVERKFALLS AÐ FORGANGSMÁLI — STRAX!

VIÐ KREFJUMST AÐGERÐA OG BREYTINGA — NÚNA!