Selfoss

Selfoss

Sunnlenskar konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund í Sigtúnsgarði á Selfossi, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Dagskrá:

  • Guðný Lára Gunnarsdóttir les upp sameiginlega yfirlýsingu Kvennafrís 2018
  • Ávarp fulltrúa sem tóku þátt árið 1975 – Auður I. Ottesen
  • Ávarp fulltrúa ungra kvenna – Sigríður Helga Steingrímsdóttir
  • Fjöldasöngur „Áfram stelpur“ – baráttulag dagsins, kvennakórar sérstaklega hvattir til að taka þátt. Berglind Magnúsdóttir verður forsöngvari – tökum allar undir í söng!