Patreksfjörður

Patreksfjörður

Breytum ekki konum, breytum samfélaginu.

Konur vinna ókeypis eftir kl. 14:55 á Íslandi. Viðburðir hafa því verið skipulagðir um land allt til þess að sýna samstöðu og mótmæla kjaramisrétti, ofbeldi og áreitni á vinnustað í dag, 24. október kl. 14:55. Við á Patreksfirði munum ekki eftir láta og ganga sömuleiðis út klukkan 14:55. Boðið verður uppá vöfflur og kaffi fyrir allar konur klukkan 15:00 í Húsinu – Creative Space í gömlu verbúðinni.

Hlökkum til að sjá ykkur í samstöðuhug!