Kvennafrí í Bolungarvík

Konur í Bolungarvík eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði í Félagsheimili Bolungarvíkur. Göngum út kl. 14:38 og hittumst við Félagsheimilið 14:50 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Áskorun hefur verið send á forelda barna í Bolungarvík og feður sérstaklega hvattir til að taka þátt með því að sækja börnin sín á leikskóla og í heilsdagsskólann, svo konur geti með góðu móti gengið út.

Nýtum tækifærið, hittumst og spjöllum. Auðvitað eru allir karlmenn velkomnir, jöfn laun eru ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra heimila í landinu.

Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.

Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Árið 1985 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og aftur lögðu 25.000 konur niður vinnu. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í þriðja sinn og konur gengu í tugþúsunda tali út af vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín miðað við karla. Þá gengu konur út klukkan 14:08. Árið 2010 gengu konur út klukkan 14:25.

Nú göngum við út klukkan 14:38. Við höfum grætt hálftíma á ellefu árum. Tæplega þrjár mínútur á hverju ári. Með þessu áframhaldi þurfum við að bíða í 52 ár eftir að hafa sömu laun og sömu kjör og karlar, til ársins 2068! Það er óásættanlegt!

Fylgstu með á www.kvennafri.is og facebook.com/kvennafri. Taktu þátt í samræðunum á Twitter undir myllumerkinu #kvennafrí og #jöfnkjör

Konur í Ölfusi! Hittumst á Ráðhústorginu í Þorlákshöfn kl. 14:50

Konur í Ölfusi!

Mánudaginn 24.október nk. ætla konur á Íslandi að leggja niður vinnu kl. 14:38.

Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.

Konur í Ölfusi ætla að safnast saman á Ráðhústorginu í Þorlákshöfn kl. 14:50 og ganga síðan saman létta göngu um bæinn með viðkomu í Skrúðgarðinum – sem er fallegur minnisvarði um verk kvenna í þorpinu. Göngunni lýkur svo á Meitlinum/Café Sól þar sem þær sem vilja geta fengið sér hressingu.

Með þessum hætti minnumst við Kvennafrídagsins 24. okt. 1975. Einnig mótmælum við harðlega kynbundnum launamun kynjanna á Íslandi og köllum eftir því að leiðrétting hans verði fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar.

Fjölmennum!

Kvennafrí í Neskaupstað

Konur í Neskaupstað!

Göngum út kl. 14:38!

Baráttufundur á Hildibrand!

Fundurinn á Facebook.

Konur á Hellu! Jöfn kjör strax!

Konur á Hellu!

Göngum út kl. 14:38.

Baráttufundur á Stracta hóteli, þar sem karlarnir á hótelinu bjóða upp á kaffi fyrir heitar umræður.

Kjarajafnrétti strax! á Grundarfirði

Konur! Mætum á fund í miðbæ Grundarfjarðar kl. 14:38 og mótmælum ójafnréttum á launum og kjörum kvenna!

 

Kvennafrídagurinn 24. október á Höfn

Kvennafrídagurinn verður haldinn hátíðlegur á Höfn þann 24. október, konur ganga út frá störfum sínum kl. 14:38 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum miðað við launamun kynjanna í dag.

Konur eru hvattar til að taka þátt í launabaráttunni og mæta við hús AFL að Víkurbraut 4 Höfn og ganga saman fylktu liði á sameiginlegan baráttufund.

kjarajafnrétti strax

Kjarajafnrétti strax! Kvennafrí mánudaginn 24. október kl. 14:38

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38. 

Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Árið 1985 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og aftur lögðu 25.000 konur niður vinnu. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í þriðja sinn og konur gengu í tugþúsunda tali út af vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín miðað við karla. Þá gengu konur út klukkan 14:08. Árið 2010 gengu konur út klukkan 14:25.

Nú göngum við út klukkan 14:38. Við höfum grætt hálftíma á ellefu árum. Tæplega þrjár mínútur á hverju ári. Með þessu áframhaldi þurfum við að bíða í 52 ár eftir að hafa sömu laun og sömu kjör og karlar, til ársins 2068! Það er óásættanlegt!

Fylgstu með á www.kvennafri.is og facebook.com/kvennafri. Taktu þátt í samræðunum á Twitter undir myllumerkinu #kvennafrí og #jöfnkjör, og fylgdu okkur á @kvennafri.

Að fundinum standa samtök launafólks og samtök kvenna: Alþýðusamband Íslands, BSRB, Bandalag háskólamanna, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Aflið, Bandalag kvenna í Reykjavík, Bríet – félag ungra feminista, Delta Kappa Gamma, Druslubækur og doðrantar, Druslugangan, Dziewuchy Dziewuchom Islandia – Konur konum Ísland, Í kjölfar Bríetar, Jafnréttisfélag Háskólans í Reykjavík, Femínistafélag Háskóla Íslands, Femínistafélag Íslands, Félag kvenna í atvinnulífinu, Félag kvenna í vísindum, Kítón – Konur í tónlist, Knúz.is, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Samfylkingarinnar, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Landssamband Framsóknarkvenna, Landssamband Sjálfstæðiskvenna, Rótin, W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtök um kvennaathvarf, Samtökin ’78, Soroptimistasamband Íslands, Sólstafir, Stígamót, Tabú, UNWomen, WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi og Zontasamband Íslands.

ÚTIFUNDUR Á RÁÐHÚSTORGI AKUREYRI

Býrðu á Akureyri eða nágrenni?

24. október er dagurinn þegar við mætum allar og krefjumst alvöru launajafnréttis. Deildu myndinni, hvettu vinkonurnar, dætur, mæður, ömmur.
Skundum út kl. 14:38. Mætum á Ráðhústorg og tökum þátt í söng og gleði, með hljómsveitinni Herðubreið.

Með baráttuanda! Stéttarfélögin í Eyjafirði
Áfram stelpur. Við getum!

kvennafrí sagan1

KVENNAFRÍ, SAGAN

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna undir kjörorðunum „jafnrétti, framþróun, friður“. Íslensk kvennasamtök tóku höndum saman í upphafi árs 1975 til að skipuleggja aðgerðir ársins og héldu m.a. fjölsótta ráðstefnu í júní þar sem staða og kjör kvenna voru rædd og fjölmargar ályktanir og tillögur samþykktar. Meðal þeirra var tillaga frá Rauðsokkahreyfingunni þess efnis að konur tækju sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október.

Kvenfélög og kvennasamtök mynduðu sérstaka þverpólitíska nefnd í september 1975 til að undirbúa kvennafrí. Nefndin hélt fund með 50-60 fulltrúum félagasamtaka þann september og var þar nokkur umræða um hvort kalla ætti aðgerðina kvennafrí eða kvennaverkfall. Var ákveðið að tala um kvennafrí í þeim tilgangi að ná til sem flestra kvenna.

Framkvæmdanefndin undirbjó daginn mjög vel um allt land og stóð m.a. fyrir útifundi á Lækjartorgi. Talið er að um 25.000 konur hafi safnast þar saman. Líklega var þetta einn stærsti útifundur Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir voru haldnir um allt land sem voru einnig fjölsóttir. Langflestar konur lögðu niður störf þennan dag og atvinnulífið lamaðist. Markmiði dagsins um að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi hafði verið náð. Markmiði með kvennaári og kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna um fullt jafnrétti kynjanna í reynd er enn í vinnslu.

Á tíu ára afmæli kvennafrídagsins var hann haldinn í annað sinn en það markaði einnig lokin á kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna. Tóku 18 þúsund manns þátt í útifundunum á Lækjartorgi það árið. Á þessum tíu árum hafði Vigdís Finnbogadóttir náð kjöri sem forseti Íslands og Kvennalistinn verið stofnaður og náð þremur konum inn á þing í þingkosningunum 1983. Á 30 ára afmæli kvennafrísins árið 2005 var haldið upp á daginn í þriðja sinn. Fóru konur í kröfugöngu frá Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg undir slagorðinu „Konur höfum hátt“. Söfnuðust saman um 50.000 manns í miðbænum á meðan útifundinum stóð. Þá voru einnig haldnir fundir víða um land. Árið 2010 var kvennafrí haldið í fjórða sinn og er áætlað að um 50.000 manns hafi komið saman í Reykjavík mánudaginn 25. október til að mótmæla ójafnrétti á Íslandi.

Á heimasíðu Kvennasögusafns Íslands, www.kvennasogusafn.is, er hægt að lesa meira um kvennafrídagana; sjá dagskrá fundanna, lesa ræður og skoða myndir. Þá varðveiti safnið skjöl kvennafrídaganna.