Entries by Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

ÚTIFUNDUR Á RÁÐHÚSTORGI AKUREYRI

Býrðu á Akureyri eða nágrenni? 24. október er dagurinn þegar við mætum allar og krefjumst alvöru launajafnréttis. Deildu myndinni, hvettu vinkonurnar, dætur, mæður, ömmur. Skundum út kl. 14:38. Mætum á Ráðhústorg og tökum þátt í söng og gleði, með hljómsveitinni Herðubreið. Með baráttuanda! Stéttarfélögin í Eyjafirði Áfram stelpur. Við getum!

KVENNAFRÍ, SAGAN

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna undir kjörorðunum „jafnrétti, framþróun, friður“. Íslensk kvennasamtök tóku höndum saman í upphafi árs 1975 til að skipuleggja aðgerðir ársins og héldu m.a. fjölsótta ráðstefnu í júní þar sem staða og kjör kvenna voru rædd og fjölmargar ályktanir og tillögur samþykktar. Meðal þeirra var tillaga […]