ÞETTA VAR ÓTRÚLEGT!
HUNDRAÐ ÞÚSUND SÖFNUÐUST SAMAN VIÐ ARNARHÓL…
…og konur og kvár hittust á baráttufundum um allt land. Við erum himinlifandi yfir stuðningnum. En verkefnið er ekki búið. Við höldum áfram að krefjast aðgerða. Að minna á ójafnréttið. Að koma saman og bretta upp ermarnar.
RÆÐUR OG DAGSKRÁ
VERKFALL Í HEILAN DAG
Við leggjum niður störf í heilan dag í þetta sinn, því baráttan gengur allt of hægt.
ÞÚ TEKUR ÞÁTT
Allar konur og öll kvár sem vettlingi geta valdið taka þátt með því að mæta ekki til vinnu sinnar 24. október. Lestu meira um það hvernig þú getur tekið þátt.
VIÐ KREFJUMST ÞESS…
…að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum
Allavega 40% kvenna verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla. Fatlaðar konur verða fyrir meira ofbeldi en aðrar konur. Kvár upplifa sig ekki örugg á vinnumarkaði og treysta sér ekki til að vera þau sjálf í vinnunni af ótta við útskúfun. Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra. Sjö af hverjum tíu einstæðum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum.
KALLARÐU ÞETTA JAFNRÉTTI?
Hver stóðu að baki verkfallinu?
Verkfallið er grasrótarverkefni sem við eigum öll saman. Fjöldi kvennasamtaka, mannréttindasamtaka og samtaka launafólks tóku höndum saman til að skipuleggja viðburðinn, fjármagna hann og koma á framfæri. Sjá lista…
Aflið Alþýðusamband Íslands Bandalag kvenna í Reykjavík BHM - Bandalag háskólamanna BSRB Druslugangan Druslubækur og doðrantar Delta Kappa Gamma - félag kvenna í fræðslustörfum Femínísk fjármál Femínistafélag HÍ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Félag kynjafræðikennara Félag um Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna IceFemin Kennarasamband Íslands Knúz.is Kvenfélagasamband Íslands Kvennahreyfing ÖBÍ Kvennaráðgjöfin Kvennasögusafn Íslands Kvenréttindafélag Íslands Líf án ofbeldis Rótin Samtök um kvennaathvarf SSF - Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja Samtökin ’78 Soroptimistasamband Íslands Stígamót UN Women Ísland Ungar athafnakonur WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Q - félag hinsegin stúdenta Zontasamband Íslands Öfgar WomenTechIceland
Dagskrá allan daginn
Það verður skipulögð dagskrá allan daginn, en dagskrárliðir eru skipulagðir af félögum aðstandenda. Þá hefur baráttufólk um allt land hefur tekið sig til og skipulagt samstöðufundi og einnig verða viðburðir í aðdraganda Kvennaverkfallsins. Finndu hugrekkið í félagsskapnum og samstöðunni, hvort sem það er á sögulegum fræðslufundi, femínísku blótskvöldi, með málningarpensilinn í hönd á skiltagerðarviðburði eða bara í huggulegu morgunkaffi.