Kvennafrídagurinn 24. október á Höfn

Kvennafrídagurinn verður haldinn hátíðlegur á Höfn þann 24. október, konur ganga út frá störfum sínum kl. 14:38 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum miðað við launamun kynjanna í dag.

Konur eru hvattar til að taka þátt í launabaráttunni og mæta við hús AFL að Víkurbraut 4 Höfn og ganga saman fylktu liði á sameiginlegan baráttufund.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *