Kvennaverkfall


Þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi.

Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og baráttu fyrir jöfnum kjörum höfum við ekki enn náð jafnrétti á Íslandi. Konur lögðu í fyrsta skipti niður störf 24. október 1975 og svo aftur 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018, auk þess að blásið var til netherferðar árið 2020 þegar ekki var hægt að koma saman vegna heimsfaraldar. Skipulagning sjöundu mótmælanna stendur nú yfir.

HVERNIG TEKUR ÞÚ ÞÁTT Í KVENNAVERKFALLI?

Öll sem geta eiga að leggja niður störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim eða vin til að standa vaktina. Konur og kvár sleppa þá öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu.

Þær sem vilja koma með eitthvað á „pálínuborðið“

Hittumst, löbbum saman að bæjarskrifstofunni og aftur í félagsheimilið og horfum saman á streymið frá viðburði dagsins á Arnarhóli og fáum okkur kaffi

Þær sem hafa ekki tök á öðru en að taka börnin með þá er það að sjálfsögðu velkomið ❤️

Hittumst í félagsheimilinu, sýnum samstöðu og samhug og ræðum málin sem brenna á konum í Húnabyggð á skemmtilegum nótum.

  • DAGSETNING

    24.10.2023

  • TÍMASETNING

    12:00

  • STAÐSETNING

    Félagsheimilið á Blönduósi

  • AÐGENGI

    Húsnæði á jarðhæð og fínt aðgengi. Verður ekki túlkaður.

  • TUNGUMÁL

    Íslenska

  • AÐGANGSEYRIR

    Enginn

  • SKIPULEGGJANDI

    Hópur kvenna sem tók málin í sínar hendur