Þúsundir kvenna gengu út úr vinnustöðum sínum kl. 14:38 á kvennafrídaginn, þann 24. október 2016, til að mótmæla kjaramisrétti og söfnuðust saman út um allt land til að krefjast jafnra kjara.
Baráttufundir voru haldnir á fimmtán stöðum á landinu, á Akureyri, Bolungarvík, Borgarnesi, Egilsstöðum, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Neskaupstað, Patreksfirði, Reykjavík, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Vopnafirði og Þorlákshöfn.