
Þúsundir kvenna gengu út úr vinnustöðum sínum kl. 14:38 á kvennafrídaginn, þann 24. október 2016, til að mótmæla kjaramisrétti og söfnuðust saman út um allt land til að krefjast jafnra kjara.
Baráttufundir voru haldnir á fimmtán stöðum á landinu, á Akureyri, Bolungarvík, Borgarnesi, Egilsstöðum, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Neskaupstað, Patreksfirði, Reykjavík, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Vopnafirði og Þorlákshöfn.
Aðstandendur baráttufundar í Reykjavík voru:
- Aflið
- Alþýðusamband Íslands
- Bandalag háskólamanna
- Bandalag kvenna í Reykjavík
- Bríet – félag ungra feminista
- BSRB
- Delta Kappa Gamma
- Druslubækur og doðrantar
- DrusluganganDziewuchy Dziewuchom Islandia – Konur konum Ísland
- Í kjölfar Bríetar
- Jafnréttisfélag Háskólans í Reykjavík
- Femínistafélag Háskóla Íslands
- Femínistafélag Íslands
- Félag kvenna í atvinnlífinu
- Félag kvenna í vísindum
- Kennarasamband Íslands
- Kítón – Konur í tónlist
- Knúz.is
- Kvenfélagasamband Íslands
- Kvennahreyfing Samfylkingarinnar
- Kvennahreyfing Viðreisnar
- Kvennahreyfing ÖBÍ
- Kvennaráðgjöfin
- Kvenréttindafélag Íslands
- Landssamband Framsóknarkvenna
- Landssamband Sjálfstæðiskvenna
- Rótin
- W.O.M.E.N. in Iceland
- Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
- Samtök um kvennaathvarf
- Samtökin ’78
- Soroptimistasamband Íslands
- Sólstafir
- Stígamót
- Tabú
- UNWomen
- WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi
- Zontasamband Íslans