Aðstandendur
Að Kvennaverkfallinu 2023 standa fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks.
Aflið
Aflið – Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi eru einu félagasamtökin á landsbyggðinni sem veita þolendum ofbeldis ráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. Aflið býður einnig upp á fræðslu og kynningar fyrir þá sem eftir því óska.
Alþýðusamband Íslands
Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu. Um tveir þriðju hlutar launamanna í skipulögðum samtökum á Íslandi eru í ASÍ. Alþýðusambandið berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um réttindi þeirra.
Bandalag háskólamanna
Bandalag háskólamanna var stofnað árið 1958 og er bandalag 28 fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði. Í aðildarfélögunum eru yfir 17.000 félagar.
Bandalag kvenna í Reykjavík
Bandalag kvenna í Reykjavík (BKR) hefur frá upphafi verið öflugt félag með bætta stöðu kvenna og uppbyggingu samfélagslegrar þjónustu að leiðarljósi, með áherslu á mennta-, fjölskyldu- og velferðarmál.
BSRB
BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Í dag eiga 19 stéttarfélög aðild að BSRB, fjöldi félagsmanna rúmlega 23.000 og eru um tveir þriðju félagsmanna konur.
Delta Kappa Gamma, félag kvenna í fræðslustörfum
Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum.
Druslubækur og doðrantar
Druslubækur og doðrantar eru menningarsamsteypa fimmtán bókhneigðra kvenna sem stunda fjölbreytt ritstörf.
Druslugangan
Druslugangan er grasrótarverkefni þar sem vakin er athygli á kynferðisofbeldi. Markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur.
Femínísk fjármál
Femínísk fjármál, félag sérfræðinga og áhugafólks um kynjuð fjármál. Tilgangur félagsins er að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald.
Femínistafélag Háskóla Íslands
Femínistafélag Háskóla Íslands er þverpólitískt félag háskólanema sem vilja berjast fyrir jafnrétti kynjanna.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er fag- og stéttarfélag hjúkrunarfræðinga. Félagið var stofnað árið 1919 og er með rúmlega 3000 félagsmenn, þar af 98% konur. Þetta er stærsta stéttarfélagið meðal heilbrigðisstétta og eru hjúkrunarfræðingar ein stærsta kvennastétt landsins.
Félag kynjafræðikennara
Félagið beitir sér fyrir útbreiðslu og þróun kynjafræðikennslu.
Félag um Fjöruverðlaunin
Félag um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi stuðlar að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetur konur í rithöfundastétt til dáða.
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna
Samtök sem hafa það að markmiði að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar.
IceFemIn
IceFemIn – Icelandic Feminist Initiative – eru nýstofnuð samtök íslenskra kvenna sem munu beita sér í þágu kvenfrelsis, jafnréttis og jöfnuðar hérlendis og erlendis. Í IceFemIn eru konur sem um árabil hafa unnið að kvenfrelsismálum og búa yfir mikilli reynslu á sviði stjórnmála, félagsmála og kynjarannsókna, einkum á vettvangi Kvennalistans.
Kennarasamband Íslands
Kennarasamband Íslands er stéttarfélag, bakhjarl og málsvari kennara á öllum skólastigum. Félagar KÍ eru um 10.000 í átta aðildarfélögum.
Knúz.is
Tilgangur vefritsins www.knuz.is er að stuðla að jöfnuði og frelsi undan feðraveldinu og þar með öllum birtingarmyndum þess, svo sem kúgun og mismunun í samfélaginu. Markmið Knúz er einnig að vekja fólk til umhugsunar um viðteknar hugmyndir um kyn og kynhlutverk í þjóðfélaginu.
Kvenfélagasamband Íslands
Kvenfélagasamband Íslands er málsvari og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu og héraðssambanda þeirra.
Kvennahreyfing ÖBÍ
Kvennahreyfing ÖBÍ er vettvangur fyrir fatlaðar og langveikar konur til að deila reynslu, fræðast og vinna að hagsmunum hópsins í samfélaginu.
Kvennaráðgjöfin
Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur. Megintilgangurinn er að veita konum stuðning og ráðgjöf, en Kvennaráðgjöfin er opin öllum, bæði konum og körlum. Þjónustan er endurgjaldlaus og þurfa þeir sem til okkar sækja ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.
Kvennasögusafn Íslands
Kvennasögusafn Íslands var stofnað í heimahúsi 1. janúar 1975 og hefur verið hluti af Þjóðarbókhlöðunni síðan 1996. Það aflar heimilda og miðlar þekkingu um kvennasögu og kvennasögurannsóknir.
Kvenréttindafélag Íslands
Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og hefur starfað að bættri stöðu kvenna í 110 ár. Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi í víðum skilningi og vinnur gegn hvers konar mismunun.
Líf án ofbeldis
Baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.
Rótin
Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda og markmið þess er að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur.
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja – skammstafað SSF – er stéttarfélag starfsmanna í bönkum, sparisjóðum og fjármálafyrirtækjum.
Samtök um kvennaathvarf
Kvennaathvarfið er neyðarathvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Í athvarfinu er jafnframt hægt að fá ráðgjöf og stuðningsviðtöl án þess að til dvalar komi eða hringja í síma athvarfsins sem er opinn allan sólarhringinn.
Samtökin ’78
Samtökin ’78 eru hagsmuna-og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, eikynhneigðir, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk sé sýnilegt, viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.
Soroptimistasamband Íslands
Soroptimistar eru alþjóðasamtök kvenna sem vinna saman að því að mennta, styrkja og gera konum og stúlkum kleift að bæta líf sitt.
Stígamót
Stígamót eru grasrótarsamtök gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á ráðgjöf og fræðslu fyrir brotaþola, aðstandendur, skólahópa, fagfólk og fleiri.
Ungar athafnakonur
Ungar athafnakonur vilja stuðla að samfélagi þar sem konur og karla standa jafnfætis og bjóðast sömu tækifæri. Markmiðið er að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulifinu.
UN Women á Íslandi
Landsnefnd UN Women á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem starfar í þágu UN Women. Með fjáröflun og vitundarvakningu að leiðarljósi starfar landsnefndin að valdeflingu kvenna og stúlkna og auka kynjajafnrétti um allan heim.
WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi
Wift (Women in Film and Television) á Íslandi eru Samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, með það aðalmarkmið að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur, gera þær sýnilegri og styðja þátttöku þeirra í öllum hlutverkum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis.
W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna
Hlutverk Samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins.
WomenTechIceland
WomenTechIceland eru félagasamtök sem vinna að jafnrétti innan tæknigeirans með því að tengja saman ólíka hópa og fóstra þannig fjölbreytileika og inngildingu.
Zontasamband Íslands
Zonta eru ein af leiðandi tengsla- og þjónustusamtökum kvenna í heiminum. Zonta styður konur á heimsvísu í gegnum þjónustuverkefni og berst fyrir réttindum kvenna.
Öfgar
Félagasamtökin Öfgar eru samtök rótækra feminista sem berjast gegn rótgrónu kynbundnu ofbeldi í okkar samfélagi með rótækum aðgerðum.