Reykjavík
BREYTUM EKKI KONUM – BREYTUM SAMFÉLAGINU!
Nú er nóg komið! Krefjumst jafnra kjara og öryggis á vinnustað! Göngum út 24. október og höfum hátt!
SAMSTÖÐUFUNDUR Á ARNARHÓLI 24. OKTÓBER 2018 KL. 15:30
Konur vinna ókeypis eftir kl. 14:55 á Íslandi!
Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55.
Baráttufundur hefst á Arnarhóli kl. 15:30.
Ávörp flytja Áslaug Thelma Einarsdóttir baráttukona, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti, Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Kvennakórarnir Vox feminae, Kötlurnar, Léttsveit Reykjavíkur og Múltíkúltí – fjölþjóðlegur sönghópur kvenna munu taka lagið saman. Þá koma Reykjavíkurdætur fram, Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir flytur ljóð og leikkonurnar Aldís Amah Hamilton, Ragnheiður Steindórsdóttir og Esther Talía Casey flytja örverk eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur. Fundarstýrur eru Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
Á fundinum verða lesnar upp kröfur samstöðufunda kvenna á Íslandi til stjórnvalda, atvinnurekenda, stéttarfélaga og samfélagsins alls.
Á fundinum á Arnarhóli verða tveir táknmálstúlkar og stór skjár sem varpar dagskránni á sviðinu á fundinum. Fyrir framan sviðið er pallur með rampi fyrir hjólastóla. Rútur og farartæki hreyfihamlaða hafa leyfi til að stoppa á planinu fyrir framan Hörpu á meðan fundi stendur og bílastæðið á móti Skúlagötu 4 er sömuleiðis frátekið fyrir bíla hreyfihamlaðra.
***
DON’T CHANGE WOMEN, CHANGE THE WORLD!
We have had enough! Let’s walk out to protest gender income inequality and violence and harassment in the workplace at 2:55 p.m. on October 24th, 2018.
DEMONSTRATIONS AT ARNARHÓLL OCTOBER 24TH, 2018 AT 3:30 P.M.