Kvennaverkfall í Vestmannaeyjum
KALLARÐU ÞETTA JAFNRÉTTI? Þann 24. október 2023 munu konur og kvár leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á vinnuframlagi kvenna og kynbundnu ofbeldi.
Hér í Vestmannaeyjum verður sameinast á Háaloftinu í Höllinni kl. 14:00, en þar verður sýnt beint frá samstöðufundinum á Arnarhóli í Reykjavík og kaffispjall á eftir. Konur eru hvattar til að mæta með skilti en það verða einnig skilti á staðnum. Sýnum samstöðu og mótmælum!
Það eru 48 ár liðin frá fyrsta kvennafrídeginum og verkfallið 2023 verður það sjötta í röðinni. Konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og kynbundnu ofbeldi sem þarf að útrýma. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir aðgerðum!