Virkjum krafta okkar saman

Árið 1975 lögðu 90% íslenskra kvenna niður launuð og/eða ólaunuð störf sín til að sýna fram á samfélagslegt mikilvægi sitt. Síðan eru liðin 48 ár og enn er þörf á slíkum kvennakrafti – því misréttið er enn til staðar í ólíkum birtingarmyndum, sérstaklega launamisrétti, kynbundnu ofbeldi og þriðju vaktinni. Við, konur og kvár í Þingeyjarsýslum ætlum því að leiða saman krafta okkar og sýna samstöðu, skemmta sjálfum okkur og öðrum og taka okkur allt það pláss sem við þurfum. Veitingar verða í boði Framsýnar, Þingiðnar og STH. Verið öll velkomin.

Hvatningaræður:

Ósk Helgadóttir
Christin Irma Schröder
Jóna Dagmar Hólmfríðardóttir


Ljóðalestur:

Hermína Hreiðarsdóttir

Ef gestir fundarins luma á atriði eða langar að grípa gítarinn með sér má hafa samband við Ósk (8626073).

  • DAGSETNING

    24.10.2023

  • TÍMASETNING

    13:00-15:00

  • STAÐSETNING

    Fundarsalur Stéttarfélaganna Garðarsbraut 26 Húsavík

  • AÐGENGI

    Viðburðurinn er á jarðhæð og mjög gott aðgengi fyrir alla.

  • TUNGUMÁL

    Íslenska

  • AÐGANGSEYRIR

    Enginn

  • SKIPULEGGJANDI

    Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum