Konur á Íslandi hafa lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og baráttu kvenna fyrir jöfnum kjörum höfum við ekki enn náð jafnrétti á Íslandi.
Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands (2021) um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 77,2% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 22,8% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 10 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 15:10.
Ný skýrsla forsætisráðherra afhjúpar kerfisbundið vanmat á störfum sem konur vinna.
Nú er tími til að leiðrétta skakkt verðmætamat!
Lesið yfirlýsingu kvennafrís 2020
Lesið yfirlýsingu kvennafrís 2018
Lesið yfirlýsingu kvennafrís 2016
Tímasetning Kvennafrís
Tímasetning Kvennafrís er reiknað út frá muni á atvinnutekjum karla og kvenna samkvæmt skattagögnum sem Hagstofan birtir, ekki út frá óútskýrðum launamun kynjanna. Tölur frá Hagstofunni er að finna hér.
Ástæða þess að við lítum til kynbundins mun á atvinnutekjum í stað óútskýrðs launamun kynjanna er í stuttu máli sá að kerfisbundið ójafnrétti felst ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur líka mun fleiri þáttum eins og hlutfall í stjórnunarstöðum, vinnutími, menntun, starfi, atvinnugrein og barneignum svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.
Merki kvennafrísins
Valerie Pettis pettisdesign.com, hannaði femínísku friðardúfuna sem var merki kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna 1975-1985. Það merki er helst þekkt á Íslandi sem kvennafrísmerki, en það var notað til að kynna kvennafrídaginn 1975. Valerie hefur gefið konum á Íslandi leyfi til að nota dúfuna sem merki kvennafrídagsins um aldur og ævi, gegn því að hennar sé getið og að merkið sé ekki skrumskælt.
Arna Rún Gústafsdóttir teiknaði merki kvennafrísins, með dúfunni.
Myndefni frá 2020
Engir útifundir voru boðaðir árið 2020, en femínísk samtök og samtök launafólks sendu frá sér yfirlýsingu í tilefni dagsins og efndu til netherferðar.
Arna Rún Gústafsdóttir hannaði myndefni herferðinnar, sem hægt er að nálgast hér: https://bit.ly/35vm513.
Myndefni frá 2018
Að fundinum á Arnarhóli stóðu samtök kvenna og launafólks.
Ljósmyndir og myndbönd voru tekin á fundinum á Arnarhóli, sem eru frjáls til birtingar gegn því að vera merkt. Ljósmyndir skal merkja ljósmyndara: Rut Sigurðardótti. Myndbönd skal merkja Kvennafrí 2018.
Ljósmyndir og myndbönd frá fundinum 2018 eru að finna hér: https://bit.ly/35rOO7b.
Myndefni frá 2016
Aðstandendur Kvennafrís 2016 tóku upp myndbönd á baráttufundi á Austurvelli 24. október 2016 http://bit.ly/2mGovDF.
Frjálst leyfi er gefið til notkunar á þessu myndefni, gegn því að það sé merkt: „Kvennafrí 2016“
Hafa samband
Hægt að finna okkur á samfélagsmiðlum, á Facebook http://facebook.com/kvennafri, á Instagram https://www.instagram.com/kvennafri og á Twitter https://twitter.com/kvennafri.
Einnig er hægt að hafa samband við okkur á postur@kvenrettindafelag.is.