Hvernig tekur þú þátt í kvennaverkfalli?

Öll sem geta eiga að leggja niður störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim eða vin til að standa vaktina. Konur og kvár sleppa þá öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. 

Ekki mæta í vinnuna. smyrja nestið. muna eftir gula deginum í leikskólanum. kaupa gjöf frá ykkur hjónunum fyrir tengdó. bóka gistingu fyrir sumarfrí fjölskyldunnar. panta tíma hjá lækni fyrir barnið.