Kvennaverkfall í Stykkishólmi

Konur og kvár í Stykkishólmi!
24. október 2023 ætlum við í verkfall í heilan dag til að minna á að kynbundnu launajafnrétti hefur ekki verið náð ennþá, 40% kvenna verður fyrir kynbundnu og kynferðislegu oftbeldi.
Nú stöndum við saman og sýnum í verki að konur eru konum bestar!
Hugmyndin er að hittast í bakaríinu kl. 9 og borða saman morgunmat, við getum svo farið í göngu um Stykkishólm og látið í okkur heyra, amk. verið sjánlegar.
Því næst skulum við hittast saman á bókasafninu kl. 14, drekka kaffi, spjalla saman og horfa á beina útsendingu frá Arnarhóli.
Stykkishólmsbær styður að fullu sitt starfsfólk og það ber að þakka.
Við sem stöndum fyrir þessu erum mjög óskipulagðar og ef einhver kona eða kvár vill segja eitthvað eða koma með hugmynd er það vel þegið.
  • DAGSETNING

    24.10.2023

  • TÍMASETNING

    9:00

  • STAÐSETNING

    Bakaríið // Bókasafnið

  • AÐGENGI

    Jarðhæð

  • TUNGUMÁL

    Íslenska, enska og pólska

  • AÐGANGSEYRIR

    Enginn

  • SKIPULEGGJANDI

    Velferðar og jafnréttisnefnd Stykkishólmsbæjar