Kvennaverkfall 2023 – Kallarðu þetta jafnrétti? Ísafjarðarbær

Kallarðu þetta jafnrétti?
Þann 24. október 2023 munu konur og kvár leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á vinnuframlagi kvenna og kynbundnu ofbeldi. Hér á Ísafirði kl. 14:00 er ráðgert að hittast á Silfurtorgi og sameinast þar. Konur eru hvattar til að koma með skilti en það verða einhver skilti á staðnum. Farið verður fylktu liði að Edinborgarhúsi þar sem verður dagskrá, ræðuhöld og fjöldasöngur.
Sýnum samstöðu það er sterkasta vopnið! Knýjum fram réttlæti! Áfram stelpur!

  • DAGSETNING

    24.10.2023

  • TÍMASETNING

    14:00

  • STAÐSETNING

    Silfurtorg að Edinborgarhúsi

  • AÐGENGI

    Gott aðgengi

  • TUNGUMÁL

    Íslenska

  • AÐGANGSEYRIR

    Enginn

  • SKIPULEGGJANDI

    Konur sem standa að málefnum kvenna á Ísafirði