Suðurnesjakonur og kvár – Verum sterk saman!
Það eru hátt í 50 ár liðin síðan 90% kvenna lögðu niður launuð eða ólaunuð störf sín til að sýna fram á samfélagslegt mikilvægi sitt. Í heildina hafa konur gert þetta í sex skipti frá árinu 1975.
Núna 48 árum síðar er enn þörf á slíkum kvennakrafti – því misréttið er enn til staðar í ólíkum birtingarmyndum, sérstaklega launamisrétti, kynbundnu ofbeldi og þriðju vaktinni. Við konur og kvár á Suðurnesjum ætlum því að virkja kraftinn okkar og sýna samstöðu, hafa hátt og taka okkur pláss. Þar verður stutt dagskrá þar sem sterkar konur búsettar á Suðurnesjum verða í fararbroddi.
Fida Abu Libdeh með peppræðu
Gunnhildur Þórðardóttir með hvatningarljóð til kvenna
Fríða Dís með gítar og söng
Í framhaldinu hvetjum við ykkur öll til að mæta á útifund á Arnarhóli sem hefst kl. 14:00!