Fyrir fjölmiðla

Fyrir ljósmyndir í hágæðum teknar á kvennafríi, hafið samband í netpósti: kvennafri2018[@]gmail.com.

Finnið okkur á facebook.com/kvennafri og twitter.com/kvennafri og fylgist með myllumerkinu #kvennafrí.

Tímasetning Kvennafrís

Tímasetning Kvennafrís er reiknað út frá muni á atvinnutekjum karla og kvenna samkvæmt skattagögnum sem Hagstofan birtir, ekki út frá óútskýrðum launamun kynjanna.

Ástæða þess að við lítum til kynbundins mun á atvinnutekjum í stað óútskýrðs launamun kynjanna er í stuttu máli sá að kerfisbundið ójafnrétti felst ekki bara í óútskýrða launamuninum heldur líka mun fleiri þáttum eins og hlutfall í stjórnunarstöðum, vinnutími, menntun, starfi, atvinnugrein og barneignum svo eitthvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launamuninum þá réttlæta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurningar hvers vegna má vera að hlutur kynjanna sé svo ójafn í þessum þáttum.

Í meðfylgjandi útgáfu frá Hagstofunni má sjá ýmsa tölfræði um málið. Munur á atvinnutekjum sem þar kemur fram er 28% (2016) en við notum nýrri tölur þar sem munurinn er 26% (2017): https://hagstofa.is/utgafur/nanar-um-utgafu?id=59402.

Merki kvennafrísins

Valerie Pettis pettisdesign.com, hannaði femínísku friðardúfuna sem var merki kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna 1975-1985. Það merki er helst þekkt á Íslandi sem kvennafrísmerki, en það var notað til að kynna kvennafrídaginn 1975. Valerie hefur gefið konum á Íslandi leyfi til að nota dúfuna sem merki kvennafrídagsins um aldur og ævi, gegn því að hennar sé getið og að merkið sé ekki skrumskælt.

Helga Guðrún Magnúsdóttir vann út frá merki Valerie og hannaði merki Kvennafrís 2018. Einnig hannaði hún merki með slagorði baráttufundarins: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu.

Þakkir

Aðstandendur kvennafrís þakka þeim fjölda kvenna, karla, félaga og stofnana sem hafa aðstoðað við undirbúning kvennafrís 2018 og skipuleggja fundi um allt land .

Sérstakar þakkir fá söfnin og menningarsetrin út um allt land sem hafa sent inn ljósmyndir af konum við störf og vinnu á Íslandi síðan árið 1900, en þeim myndum er varpað upp á baráttufundi á Arnarhóli 24. október 2018. Takk, Byggðasafn Árnesinga,  Byggðasafn Hafnarfjarðar, Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Ljósmyndasafn Austurlands, Ljósmyndasafn Ísafjarðar, Ljósmyndasafn Vestmannaeyja, Menningarmiðstöð Hornarfjarðar, Menningarmiðstöð Þingeyinga, og Síldarminjasafn Íslands! Sérstakar þakkir fær einnig búningadeild Þjóðleikhússins fyrir ómetanlega hjálp.

Sérstakar þakkir fær einnig Aðalheiður Þorsteinsdóttir sem gerði útsetningu á laginu „Áfram stelpur“ fyrir kóra og hefur gefið konum um allt land leyfi til að nota þá útsetningu í kvennafríi 2018.

Myndefni frá 2016

Aðstandendur Kvennafrís 2016 tóku upp myndbönd á baráttufundi á Austurvelli 24. október 2016: http://bit.ly/2mGovDF.

Frjálst leyfi er gefið til notkunar á þessu myndefni, gegn því að það sé merkt: „Kvennafrí 2016“.