Algengar spurningar

Í aðdraganda Kvennaverkfallsins vakna ýmsar spurningar hjá konum og kvárum sem gera sig líkleg til að taka þátt. Hér finnur þú svör við algengum spurningum. Ef spurningunni þinni hefur ekki verið svarað, endilega hafðu samband.

Það eru 48 ár liðin frá fyrsta kvennafrídeginum og verkfallið 2023 verður það sjötta í röðinni. Konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og kynbundnu ofbeldi verður að útrýma. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir aðgerðum. 

Upphaflega tillagan að heiti árið 1975 var að þetta yrði Kvennaverkfall. Það fór fyrir brjóstið á einhverjum og var gerð sú málamiðlun að kalla þetta Kvennafrí. Og samkvæmt viðtölum við forsprakka Kvennafrísins voru þær ekki fullkomlega sáttar við þessa nafngift. Svo aðstandendur líta svo á að þetta sé réttara heiti. Hvort sem þetta er Kvennafrídagur eða Kvennaverkfall eru markmiðin þau sömu – og hvorugt er raunverulegt frí eða verkfall heldur baráttudagur. Sömuleiðis var nafnið valið til að undirstrika mikilvægi framlags kvenna og kvára á vinnumarkaði og heima fyrir og krefjast þess að gripið verði til róttækra aðgerða til að uppræta faraldur ofbeldis gegn konum og öðrum jaðarsettum hópum svo dæmi sé tekið.

Kvennaverkfallið 2023 er hvorki verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar né frídagur launafólks. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun. Konur og kvár eru í ólíkri stöðu á vinnumarkaði og við hvetjum öll sem geta til þess að taka þátt.

Fyrstu tvö Kvennafríin, 1975 og 1985, voru boðuð sem heilsdags viðburðir. Síðan þá hefur verið gengið út á ákveðnum tíma dags til að vekja athygli á launamisrétti kynjanna. Verkfallið er boðað í heilan dag að þessu sinni til þess að undirstrika mikilvægi framlags kvenna og kvára til samfélagsins alls, í launuðum og ólaunuðum störfum, ásamt því að krefjast aðgerða vegna faraldurs ofbeldis. 

Já, frá miðnætti til miðnættis. 

Konur og kvár sem geta leggja niður störf, hvort sem um er að ræða launaða eða ólaunaða vinnu, líkt og umönnun barna, að sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki.

Konur og kvár vinna fjölmörg störf þar sem þjónusta getur ekki með nokkru móti dottið niður, svo sem í heilbrigðisgeiranum, í þjónustustörfum við fatlað fólk, aldrað fólk eða annað jaðarsett fólk. Þessar konur og þessi kvár eru #ómissandi. Við hvetjum þetta #ómissandi fólk til að sýna stuðning sinn í verki með því að fá vinkonu eða fjölskyldumeðlim til að mæta fyrir sig eða með því að setja mynd af sér á samfélagsmiðla á deginum undir myllumerkinu #ómissandi og auk aðalmerkisins #kvennaverkfall.

Konur og kvár eru í mismunandi stöðu á vinnustöðum. Ef þú treystir þér til og getur mætir þú ekki. Einhver vilja láta vita fyrir kurteisissakir og önnur telja rétt að fá leyfi. 

Sögulega hafa atvinnurekendur stutt, eða að minnsta kosti ekki staðið í vegi fyrir, að konur leggi niður störf á Kvennafrídeginum. Atvinnurekendur hafa nægan tíma til að haga skipulagi sínu þannig að konur og kynsegin fólk þurfi ekki að mæta til vinnu 24. október. Í sumum tilfellum geta atvinnurekendur verið andsnúnir þátttöku eða gefið til kynna að dregið verði af launum starfsfólks sem ekki mætir til vinnu vegna verkfallsins. Í slíkum aðstæðum er það val hvers og eins hvort þau treysti sér til að leggja niður störf og hætta á afleiðingar á sínum vinnustað. Hægt er að senda ábendingar um atvinnurekendur sem hamla þátttöku kvenna og kvára í verkfallinu hér.

Verkfallssjóðir stéttarfélaga greiða ekki laun vegna þátttöku í kvennaverkfalli. Það byggir á þeim forsendum að ekki sé um verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar að ræða. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að draga ekki af launum kvenna og kvára vegna þátttöku í verkfallinu svo fólk verði ekki fyrir launaskerðingu. Það er ekki hefð fyrir því að atvinnurekendur dragi af launum starfsfólks vegna þátttöku í þessum baráttudegi.

Nei. Vinnustaðir eru hvattir til þess að haga skipulagi þannig að konum og kvár sé gert kleift að taka þátt og hluti af því er að hliðra til í starfsemi með því að láta karlmenn ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli.

Karlmenn leggja ekki niður störf þann 24. október en þeir geta sýnt stuðning sinn í verki með því að taka á sig aukna ábyrgð heima fyrir t.d. við umönnun barna og í vinnu með því að taka að sér verkefni eða vaktir til að liðka fyrir og hvetja til þátttöku samstarfskvenna og -kvára í verkfallinu. Líklegt er að einhverjir skólar verði óstarfhæfir þar sem meginuppistaða vinnuaflsins verður í verkfalli, og því munu feður þurfa að gera ráðstafanir þennan dag.

Kynsegin fólk og konur eiga það sameiginlegt að vera jaðarsett af feðraveldinu, framlag þeirra vanmetið og þau verða fyrir ofbeldi í mun meira mæli en karlar. 

Verkfallið er fyrir allar konur og kvár sem starfa á íslenskum vinnumarkaði, þar með talið fólk af erlendum uppruna sem hér starfar. Erlendar konur og kvár sem geta lagt niður störf eru hvött til þess að gera það.

Það er líklegt að margar menntastofnanir munu loka eða hafa skerta starfsemi á meðan að Kvennaverkfallinu stendur. Þau sem geta, þurfa að treysta á að feður eða aðrir karlkyns ættingjar taki ábyrgð á barninu þennan dag og sinni því. Það eiga auðvitað ekki öll börn feður og ekki allir feður eru inni í myndinni. Börn eru velkomin á útifundi og aðra samstöðuviðburði þennan dag, sama af hvaða kyni þau eru, nema annað sé tekið fram. Ef þú getur ekki fært ábyrgð á barni þínu yfir á karlkynsaðila þennan dag, þá hvetjum við þig til að taka þátt í baráttunni með samfélagsmiðlapósti merktum #ómissandi. 

Það má auðvitað allt. Það er einfaldlega verið að hvetja til þess að samfélagið staldri við og hugsi um hvar önnur og þriðja vaktin lendir. Hver er það sem framkvæmir verk tengd heimilishaldinu og hver er það sem sér um hugrænu byrðina sem fellst í því að verkstýra þeim, muna eftir þeim og útdeila þeim. Konur sinna þessum ólaunuðu störfum í mun meira mæli en karlar.