Konur í Ölfusi! Hittumst á Ráðhústorginu í Þorlákshöfn kl. 14:50

Konur í Ölfusi!

Mánudaginn 24.október nk. ætla konur á Íslandi að leggja niður vinnu kl. 14:38.

Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.

Konur í Ölfusi ætla að safnast saman á Ráðhústorginu í Þorlákshöfn kl. 14:50 og ganga síðan saman létta göngu um bæinn með viðkomu í Skrúðgarðinum – sem er fallegur minnisvarði um verk kvenna í þorpinu. Göngunni lýkur svo á Meitlinum/Café Sól þar sem þær sem vilja geta fengið sér hressingu.

Með þessum hætti minnumst við Kvennafrídagsins 24. okt. 1975. Einnig mótmælum við harðlega kynbundnum launamun kynjanna á Íslandi og köllum eftir því að leiðrétting hans verði fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar.

Fjölmennum!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *