Konur í Ölfusi! Hittumst á Ráðhústorginu í Þorlákshöfn kl. 14:50

Konur í Ölfusi! Mánudaginn 24.október nk. ætla konur á Íslandi að leggja niður vinnu kl. 14:38. Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum [...]

Kvennafrí í Neskaupstað

Konur í Neskaupstað! Göngum út kl. 14:38! Baráttufundur á Hildibrand! Fundurinn á Facebook.

Konur á Hellu! Jöfn kjör strax!

Konur á Hellu! Göngum út kl. 14:38. Baráttufundur á Stracta hóteli, þar sem karlarnir á hótelinu bjóða upp á kaffi fyrir heitar umræður.

Kjarajafnrétti strax! á Grundarfirði

Konur! Mætum á fund í miðbæ Grundarfjarðar kl. 14:38 og mótmælum ójafnréttum á launum og kjörum kvenna!  

Kvennafrídagurinn 24. október á Höfn

Kvennafrídagurinn verður haldinn hátíðlegur á Höfn þann 24. október, konur ganga út frá störfum sínum kl. 14:38 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum miðað við launamun kynjanna í dag. Konur eru hvattar til að taka þátt í launabaráttunni og mæta við hús AFL að Víkurbraut 4 Höfn og ganga saman fylktu liði á [...]

Kjarajafnrétti strax! Kvennafrí mánudaginn 24. október kl. 14:38

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur [...]

Income Equality Now! Let‘s Walk Out on Monday, October 24th, at 2:38 p.m.!

Women are encouraged to leave their work at 2:38 p.m. on Monday, October 24th, and join us in demanding income equality on Austurvöllur, in front of Alþingi. The demonstrations will begin at 3:15 p.m. The average wages of women in Iceland are only 70.3% of the average wages of men. Women are therefore paid 29.7% [...]

ÚTIFUNDUR Á RÁÐHÚSTORGI AKUREYRI

Býrðu á Akureyri eða nágrenni? 24. október er dagurinn þegar við mætum allar og krefjumst alvöru launajafnréttis. Deildu myndinni, hvettu vinkonurnar, dætur, mæður, ömmur. Skundum út kl. 14:38. Mætum á Ráðhústorg og tökum þátt í söng og gleði, með hljómsveitinni Herðubreið. Með baráttuanda! Stéttarfélögin í Eyjafirði Áfram stelpur. Við getum!

KVENNAFRÍ, SAGAN

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna undir kjörorðunum „jafnrétti, framþróun, friður“. Íslensk kvennasamtök tóku höndum saman í upphafi árs 1975 til að skipuleggja aðgerðir ársins og héldu m.a. fjölsótta ráðstefnu í júní þar sem staða og kjör kvenna voru rædd og fjölmargar ályktanir og tillögur samþykktar. Meðal þeirra var tillaga [...]

Load More Posts